|
|
|||||||
Margt að gerast á landsbyggðinni
Grænir vefir |
Allir hafa hugmyndir um
umhverfi sitt. Flest allir vilja hafa einhver áhrif á það, en hver með sínu móti.
Sumum nægir að rækta garðinn sinn og vilja ekki skipta sér af því hvað aðrir
fást við. Öðrum þykir allt tal um umhverfis- og neytendamál hið mesta nöldur og
það sé yfirleitt í verkahring stjórnmálamanna að ákveða hvort við drekkjum
dölum og lífríki hálendisins með hagsmuni erlendrar stóriðju í fyrirrúmi, svo
eitthvað sé nefnt.
Mörg dæmi eru um landsvæði í næsta nágrenni okkar, þar sem umhverfissjónarmiðum er fórnað fyrir stundarhagsmuni einstakra manna eða hópa. Enginn einn hefur svo sem ákveðið að rústa tilteknu svæði. Þarna koma margir að verki. Einn fær leyfi landeiganda til moldartöku í svo sem einn garð. Annar þarf að losna við rusl og losar það í holuna sem varð til og þannig er eyðingin komin á stað og að lokum ber enginn virðingu fyrir landi þessu lengur. Enda ekki glæsilegt ásýndar! Sælureitur á Suðurnesjum Í næsta nágrenni við ofangreint svæði hafa nokkrir einstaklingar tekið sig saman um að gróðursetja plöntur. Framkvæmd og atburðarrás þessi er hugsuð á svipuðum nótum og með holuna og ruslið, þ.e. Einn setur niður græðling, annar kaupir og plantar nokkrum plöntum -og virðing landsins vex að nýju Klapparskógur
|