bonsai.gif (2728 bytes)

Til baka

KLAPPARSKÓGUR

Tilraun til ræktunar!

Skoðaðu þetta!

svadi.jpg (7037 bytes)

Sælureiturinn okkar!


pe02072a.gif (2034 bytes)

Neytendamál

pe02086a.gif (1977 bytes)

Gerðu góð kaup


hh01478a.gif (2560 bytes)

Hugmyndabankinn

stars2.gif (11696 bytes)

Grænir vefir

sham3.gif (5474 bytes)

Skógræktarfélag Stykkishólms

Skógræktarfélag Garðabæjar

Íslenski umhverfisvefurinn

Náttúruverndarsamtök Íslands

Umhverissjóðs Verslunarinnar

Félag Garðyrkjumanna

Fossvogsstöðin ehf -

Skógrækt Ríkisins

Kalli   garðyrkjumaður

Um Náttúruvernd

sham3.gif (5474 bytes)

Er skógrækt möguleg á Suðurnesjum?

       Fyrir tilstuðlan þeirra Sigurðar Ingvarssonar, oddvita og Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra í Gerðahreppi, var á vordögum 1996 borið út dreifibréf í öll hús í Garði. Í bréfinu stóð að hreppnum hefði áskotnast nokkurt magn af grasfræi. Skorað var á íbúa hreppsins að mæta með fötur og ílát til að aðstoða við sáningu á tiltekið uppblásturs svæði fyrir ofan efstu byggð í Garði. Skikinn var nánast gróðurvana og þyrlaðist því gjarnan moldryk um hverfið ef vind hreyfði. Fólkið fjölmennti og tíu eða fimmtán mínútum síðar voru allar byrgðir á þrotum. Þeir sem mættu of seint misstu af átakinu. En þess má geta að reiturinn er fallega grænn í dag og næstu nágrannar eru farnir að læðast með eina og eina hríslu til gróðursetningar inn á svæðið.    

      Ágæti lesandi, Klapparskógur er vinnuheiti og tilraun nokkura einstaklinga til að rækta upp með trjám þetta gróðurvana svæði.  Framtak þetta er á þriðja ári. Þeir sem áhuga hafa leggja sjálfir til afklippur og annan gróður frá görðum sínum. Sumir hafa keypt tré og runna sem þeir hafa komið fyrir inn á svæðinu. Ekki hefur verið amast við framtakinu og við göngum út frá því að uppgræðsla þessi sé mikil jarðarbót og vörn gegn frekari uppblæstri og skaði því engan sem telur sig eiga hagsmuna að gæta.

      Allur liðsauki Garðbúa og annara áhugamanna er vel þeginn og þeir sem vilja geta lagt sitt af mörkum. Undirritaður sótti um fjárstyrk frá Umhverfissjóði verslunarinnar árið 1998 til frekari sáningar á svæðinu.  Svar barst í bréfi dags. 27. 05. ´98 og hljóðar það þannig:

Svarið við umsókninni

       Umhverfissjóður verslunarinnar þakkar þér fyrir umsókn sem barst í kjölfar auglýsinga í fjölmiðlum í mars síðast liðnum varðandi styrkveitingar úr sjóðnum. Samtals bárust 130 umsóknir og heildarfjárhæð umsókna var um það bil 147 milljónir.  Fagráð Umhverfissjóðs verslunarinnar hefur farið yfir og fjallað um þær umsóknir sem bárust og á síðasta stjórnarfundi í sjóðnum var tekin ákvörðun um styrkveitingar vegna úthlutunar sem mun fara fram í júní næst komandi.  Því miður sá stjórn Umhverfissjáðs verslunarinnar sér ekki fært að verða við umsókn þinni að þessu sinni. Ef þess verður óskað mun Umhverfissjóður verslunarinnar senda umsókn þína til baka.  

       F.h. Sjórnar,  Sign.: Björn Jóhannsson".

       Eins og segir í svarbréfi voru umsóknir um styrki upp á um 147 milljónir. Að þessu sinni var úthlutað úr sjóðnum   21.4 milljónum til 24 aðila. Því er ljóst að einungis hluti þeirra er sóttu um voru valdir. Ekki væri verra að fá Sveitarfélagið til liðs við framtakið á næstu umsókn.

Átaks er þörf

        Á undanförnum árum hef ég gjarnan velt fyrir mér ástandi gróðurlendis á Reykjanesskaganum og ástæðum þess hversu hann er víða skjóllítill og örfoka og þá oft lítt aðlaðandi til útivista vegna vindnæðings og moldroks. Vitaskuld eigum við marga fallega reiti sem jafnast fyllilega á við það fegursta í öðrum landshlutum og gjarnan er það fórnfúsu starfi hugsjónamanna og annara sem komið hafa að umhverfisverndun, landgræðslu og skógrækt að þakka.

        Í ræktunarmálum eru jafnan mörg sjónarmið og sýnist sitt hverjum. Sumir hugleiða beitarþol og hverjar landnytjar megi hafa af því sem ræktð er. Aðrir sjá skjólið og fegurðina og enn aðrir sjá ekkert nema urð og grjót, -þar sem ekkert fær þrifist að þeirra áliti. Þá eru þeir jafnvel til sem óttast skerðingu á útsýni verði ráðist í einhverja trjárækt. Með tilkomu fjölmargra nýrra afbrigða af fljótsprottnum, seltuþolnum víðitrjám og öspum, ásamt haldgóðu aðgengi upplýsinga á gróðurstöðvum, hefur þeim er stunda trjárækt í mögru og nær örfoka landi nálægt sjávarsíðunni borist kærkominn liðsauki við að hefja ræktun með árangri. Eigendur húseigna í sjávarþorpum og bæjum byrja nú strax á frumbyggingarstigi að rækta garðinn sinn, -og árangurinn er oftast skjólgóð íbúðabyggð, sem er öllum til ánægju.

        Um þessar mundir er mikil vakning í umhverfis- og ræktunarmálum og virðist sem flestir séu sammála um að Skaganum og landinu öllu sé hægt að skila byggilegu til komandi kynslóða ef rétt er á haldið. Ræktunarmenn allstaðar af svæðinu þyrftu að samhæfa haldbærar hugmyndir í þá átt að rækta upp hin örfoka svæði og kynna þær síðan fyrir okkur sem viljum vera með. -Hugsanlega mætti byrja á skjólbeltum með fyrrgreindum trjátegundum í bland við nokkrar lúpínur og grasfræ, -og jafnvel strax á þriðja til fjórða ári væri komið nægjanlegt skjól fyrir ýmsar vandmeðfarnari greni- og birkitegundir til enn frekari skjólræktunar og fegurðarauka.

        Með samstilltu átaki manna og félaga næst oft ótrúlegur árangur á nokkrum árum. Nærtæk dæmi eru Heiðmörkin, þar sem fyrirtæki, félög og einstaklingar stóðu sameiginlega að árángursríkri ræktun. Þá má nefna svæði Gólfklúbbsins í Leiru ásamt nýræktarsvæði Hestamannafélagsins Mána, en ræktun þess síðarnefnda getur í dag séð flest öllum hrossum félagsmanna fyrir sumarbeit langt fram á haust ár hvert. Ræktunarsvæðið er á vinstri hönd þegar ekið er frá Keflavík út í Garð og stingur það óneytanlega í stúf við annars gróðurvana umhverfið. Þetta er aðeins brot af öllu því sem áhugamenn og samtök þeirra um ræktun eru að fást við. Og þetta varðar okkur öll. Því ættu sem flestir að koma að þessu með einhverjum hætti.

Flag í fóstur

        Hvernig litist þér á að taka flag í fóstur. Fá dellu fyrir vænlega staðsettu moldarflagi og hætta ekki fyrr en það er uppræktað, -grænt, Fyrst og fremst grænt og hætt að blása frá því moldryki hvenær sem vind hreyfir. Byrja smátt,. -Kaupa smávegis grasfræ og tvær, þrjár eða fleiri þriggja ára víðisplöntur á gróðrarstöð, (kosta ca. 90 - 100 kr. Stykkið).  -Skreppa með þetta upp á hollt og róta til smá jarðvegi. Stinga hríslunum niður, -bæta smá áburði í moldina, -búið. Þú getur snúið þér síðan að næsta flagi og gert eitthvað allt annað þar. Ef þetta verður einhvern tíman fyrir skipulagi. Þá verður þetta einfaldlega fært til eða fellt af þeim sem telja þetta framtak þitt fyrir. Og hvað með það,, -þú átt jafnvel fullt af flögum annars staðar sem fá að vera í friði. Sjáðu hvað hann komst upp með maðurinn sem ræktaði upp svæðið inn við Elliðaár í Reykjavík. Hann ræktaði allan dalinn! Menn skildu ekkert í því að einn góðan veðurdag var kominn þarna skógur. Skógur fyrir þig og komandi kynslóðir til að njóta og hafa skjól af.

.        Ég nefni þetta sem nærtækt dæmi um hversu aðvelt er að láta gott af sér leiða í þessum málum. -Farðu með trjásprota eða grasfræ út í hraun eða upp á holt og þú mátt vera nánast viss með að plottið kemur til með að heppnast. -Það besta væri að bæjar og sveitarfélögin kæmu hér inn í myndina og kortleggðu vænleg svæði til frekari ræktunar. Á þessu landi mæti reita niður hólf og úthluta til þeirra sem áhuga hefðu. Í hólfunum hefðu einstaklingar, hópar eða fyrirtæki, frjálsar hendur með að velja þær plöntur og skipulag er þeim einum hentaði en þó með tilliti til heildarskipulags svæðisins. Bæjar- og sveitafélögin mættu svo styrkja framtakið með því að koma fyrir lífrænum áburði sem næst marksvæðinu og þannig gætu þau átt sinn hlut í því gróðurátaki sem fram færi. Besta framlag einstaklings, hóps eða fyrirtækis mætti svo jafnvel viðurkenna með þar til gerðu verðlaunaskjali og væri þetta hlutverk í höndum þeirra umhverfisnefnda sem í dag starfa í flestum sveitar- og bæjarfélögum og hafa það hlutverk að viðurkenna framtak íbúa og fyrirtækja fyrir góðan árangur og snyrtimennsku.

Gunnar Geir Krisjánsson

 

Ert þú til í smá könnun!

Spurning: Værir þú til í að aðstoða við gróðurátak í þínu sveitarfélagi?

Þú fyllir aðeins út reitina hér fyrir neðan og ýtir síðan á hnappinn: Senda.

Nafn:

 

Email:

Með hvaða hætti værir þú til í að starfa að ræktun? - Setjið doppu í viðeigandi reit.

Rækta eigin garð
Fá úthlutað svæði til eigin ræktunar hjá Sveitarstjórn
Fara á stað með afklippur og sá þeim sem víðast
Stofna félag um gróðursetningu á trjám og grasfræi

Telur þú bæjarfélagið þitt standa sig vel í gróðurvernd og gróðursetningu trjáa ?

Lélegt 0-2
Þokkalegt 3-5
Gott 5-7
Mjög gott 7 -10

Værir þú til í eitthvað af eftirfarandi? Veljið:

Hverju þessara svæða á Suðurnesjum tilheyrir þú? Veljið:

Ert þú með fleiri skilaboð eða hugmyndir?

Til baka