Landsbyggðin - Umhverfis- og ræktunarmál
Ólafsvík |
Siglufjörður |
Regnhlífarsamtök í umhverfismálum Ólafsvík - Um þrjátíu manna hópur úr Snæfellsbæ hefur stofnað regnhlífarsamtök í umhverfismálum. Starfsvettvangur samtakanna er Snæfellsbær og er þeim ætlað að gera alhliða átak í náttúru- og umhverfisverndarmálum og virkja þá aðila sem áhuga hafa á þessum málum, öllum íbúum Snæfellsbæjar til hagsbóta. Framfarafélag Snæfellsbæjar , umhverfis- og náttúruverndarnefnd bæjarins og svokallaður "hugarflugshópur" gengust fyrir þessari félagsstofnun, en félagið hlaut nafnið. "Umhverfissamtökin Saxi" Af hópi stofnfélaganna má ráða að félagið býr yfir miklum mannauði, en meðal fundarmanna voru tveir garðyrkjumenn, nýútskrifaður umhvefisfræðingur úr háskólnum í Ási í Noregi auk fleiri vel mentaðra einstaklinga og fulltrúum öflugra félagasamtaka. Af umræðum mátti ráða að rofabörð og malarnámur mega nú fara að vara sig, en framtíðarverkefnin verða meðal annars fólgin skógrækt og skjólbeltagerð. gangstígalagningum og fleiri fegrunaraðgerðum, auk þess sem sjónmengun eins og gömlum bílhræjum verður sagt stríð á hendur. Formennsku í stjórn þessara nýju samtaka gegnir Hafsteinn Hafliðason, garðyrkjustjóri Snæfellsbæjar, en með honum í stjórn eru Ragnhildur Blöndal og Sævar Hansson. Fram til 15. apríl n.k. er bæði einstaklingum og félagasamtökum frjálst að gerast stofnfélagar samtakanna. - Morgunblaðið 18/3 '99
|